Enginn hvellur verður

Punktar

Enginn hvellur verður, þótt ríkisstjórnin fari að þingviljanum og neiti að fallast á kröfur Bretlands og Hollands. Hún lýsir ekki yfir, að viðræðum sé slitið. Hún lýsir ekki heldur yfir, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn megi éta það, sem úti frýs. Hún hættir bara að þrýsta málum fram og fer bara að draga lappir. Þref við Bretland og Holland má taka marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Um leið hættir ríkisstjórnin að ýta á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, enda þurfum við ekki peninga hans. Við ypptum öxlum, ef lánshæfismatið lækkar, tökum bara ekki lán. Við spilum bara úr því fé, sem við höfum hér heima.