Húsavík er sá kaupstaður, sem flest ágætishús veitinga hefur utan hverfis 101 í Reykjavík. Þar er ágætur fiskur dagsins á boðstólum á þremur stöðum við höfnina. Þau eru Pallurinn, Gamli-Baukur og Naustið. En þar ríkir sú sérvizka, að ekki er matseðill eða verðlisti utan við dyr. Ekki heldur á vefnum. Þú verður að fara inn til að vita, hvað er í boði og á hvaða verði. Eins og staðirnir skammist sín fyrir matinn og verðlagið, sem hvort tveggja er óþarfi. Kaffihús eru hins vegar ekki merk á hafnarsvæðinu. Þýzkir túristar á Skuld urðu að gráta út kaffi, sem þeir voru þó búnir að borga.