Enginn lofaði tilfærslu

Punktar

Hef hvergi séð kosningaloforð eða önnur loforð um færslu frá opinberri þjónustu yfir í einkarekstur heilsugæzlustöðva og sérhæfðra sjúkrahúsaðgerða. Að baki er leynimakk Sjálfstæðisflokksins og forstjóra Sjúkratrygginga um, að ríkið greiði kostnaðinn. Um leið er opinberi reksturinn sveltur. Þekkt fyrirbæri erlendis. Þar er fengin reynsla, sem í höfuðatriðum er slæm. Felur í sér skerta þjónustu við fátæklinga. Herðir á aukinni stéttaskiptingu, er síast hefur inn síðan rétt fyrir aldamót. Allur hagvöxtur fer til hinna allra ríkustu. Skrautklæddur fáviti frá Bjartri framtíð ber ráðherraábyrgðina. Slíkt þykir nýfrjálshyggjufólki fyndið.