Þegar fólk lítur yfir ráðherralista Framsóknar, hristir það bara hausinn og því verður orðfall. Sjálfstæðisflokkurinn er skárri í almenningsálitinu, en á þó engan ráðherra, sem nær máli. Hanna Birna spriklaði heilt ár í hengingarólinni, áður en hún tók pokann sinn. Kristján Þór spilar sig sem saklausan áhorfanda að rústun heilbrigðiskerfisins, reynir enga rústabjörgun. Ragnheiður Elín var með hataða náttúrupassann á heilanum í rúmt ár án nokkurs árangurs. Illugi hefur þá bókstafstrú, að skólakerfið sé færiband, sem hægt sé að stilla á aukinn hraða. Ólöf er gift álinu og Bjarni Ben er uppsóp úr Vafningi. Slík er flokksins dýrð.