Enginn skoðar götur

Punktar

Danski flotinn mældi Ísland fyrir einni öld. Honum er að þakka, að við eigum nákvæma staðsetningu mikilvægustu fornleifa landsins, reiðvega í hundraða tali. Fyrir bílaöld höfðu reiðvegir legið í tíu aldir á sama stað. Sums staðar var fyrr á öldum hlaðið í þessa vegi og jafnvel lögð ræsi í læki. Hér og þar liggja þar grafnir munir, sem hafa fallið úr pússi ferðamanna og hófar hafa marið niður í götuna. Engir fornleifafræðingar hafi skilið mikilvægi reiðvega fyrri alda. Allir grafa upp húsarústir, sem allar eru eins. En samgöngukerfi fortíðar bíður undir hófum klára minna.