Enginn sogaðist með

Punktar

Enginn stjórnmálaflokkur tók upp samkeppni við Framsókn um fylgi rasista í borgarstjórnarkosningunum. Ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn. Sýnir, að rasismi er hér jaðarmál. Dugði til að færa Framsókn 2000-3000 atkvæði og tvo borgarfulltrúa. Það er skammgóður vermir, því að virðing flokksins skaddaðist verulega. Þeir einu, sem öfunda Framsókn af trikkinu, eru gamlingjarnir Björn Bjarnason og Kjartan Gunnarsson. Björn sagði þetta vera „mesta hugsjónamálið sem fram kom í kosningabaráttunni“. Kjartan harmaði, að sjálfstæðisfólk hefði fært sig á Framsókn. Þeir félagar eru sér á parti í flokknum. Flestir fagna, að Biedermann fari annað.