Píratar styðja sumir afnám gegnsæis í álagningarskrám. Skortur á persónuvernd er samt ekki knýjandi vandi hér á landi. Skortur á gegnsæi er hinn stóri vandi Íslendinga eins og alls mannkyns. Reynt er að halda öllu leyndu fyrir fólki. Til þess að þið sjáið ekki spillinguna, rotnun samfélagsins. Ef þið sjáið ekki vinnukonuútsvör gróðafíkla, haldið þið kannski, að allt sé í stakasta lagi. Og látið bófaflokkana í friði. Hér á landi felst persónuvernd í persónuvernd glæpa og rotnunar. Samt eru peningar ekki einkamál, þeir eru opinberir, eiga að vera gegnsæir. Enginn flokkur styður gegnsæi, ekki einu sinni tvístígandi píratar.