Feginn er ég, að Sigmundur Davíð fór ekki til Parísar „af ýmsum samverkandi ástæðum“. Hann er þjóðinni til skammar, hvar sem hann kemur til siðaðra þjóða. Íslendingar kusu þetta, segja menn og hrista hausinn. Minnir pínulítið á Davíð Oddsson, sem sagði vinsæla heimabrúks-brandara sína erlendis; og enginn hló. Þaðan stafar óbeit Davíðs á Evrópu og Evrópusambandinu. Svipað er á seiði með silfurskeiðunginn, sem þjóðin hefur núna sett sér til öndvegis. Ógæfu Íslands verður margt að vopni, þótt Sigmundur Davíð sé ekki til sýnis á götum Parísar. Því sjaldnar sem hann er á fótum yfirleitt, því skár gengur hans dvergunum sjö.