Enginn vill örorkuna

Punktar

Lífeyrissjóðirnir kæra sig ekki að sjá um örorku, telja hana vera verkefni ríkisins. Þeir hafi verið stofnaðir til að sjá um lífeyri, ekki örorku. Ríkisvaldið vill koma örorku á sjóðina, sem mundi skerða getu þeirra til að greiða lífeyri. En auðvitað spara ríkinu mikið fé á móti. Nú hefur verið metið féð, sem er í húfi. Félagsmálaráðherra vill, að sjóðirnir leggi 400 milljón krónur í púkkið og fái til þess 100 milljónir frá ríkinu. Þetta er skylt öðru, að ríkið vill láta félagssamtök sjá um ýmsa velferð, svo sem húsnæði fatlaðra. Og þrengir um leið getu þeirra til að annast hana.