Verkaskiptingin er þessi: Bankaeigendur og bankastjórar frömdu sjálfan glæpinn. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins undirbjuggu jarðveginn með óheftri nýfrjálshyggju. Eftirlitsstofnanir brugðust, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Fjölmiðlarnir voru sjúkir af útrásarást. Samt vissu beztu sérfræðingar, hvað var að gerast og sögðu frá því. Lausn ríkisstjórnarinnar er þessi: Enginn skal víkja sæti, þetta er engum að kenna. Allt skal hér eftir vera eins og áður var, jafnvel pólitísk kvígildi í bankaráðum. Enginn vitrænn sérfræðingur skal koma að brunavörzlu, eingöngu brennuvargarnir.