Engir formannstaktar

Punktar

Guðbjartur Hannesson verður ekki formaður krata frekar en Árni Páll Árnason. Mistókst illa, þegar hann lét forstjóra Landsspítalans kúga sig til að hækka laun sín. Farið að hafa eftirköst, sem Guðbjartur ræður ekki við. Séu menn í stórpólitík, verða þeir að hafa yfirsýn og langtímaskyggni. Mega ekki láta taka sig á taugum í streitu líðandi stundar. Guðbjartur átti að hafna kúgun og leyfa forstjóranum að fara til Svíþjóðar. Hafi stjórnin stefnu um aðhald í launum smákónga, verður hún að standa við það. Guðbjartur er greinilega minni háttar pólitíkus, sem lætur spila með sig. Enginn formaður þar á ferð.