Engir kaupendur að orku

Punktar

Er fjárflestar hlógu að Sigmundi Davíð í London, fattaði hann, að útlendir peningar mundu ekki fást í stórvirkjanir. Var ástandið þó nógu slæmt fyrir, verð lægra á áli og fyrirsjáanlegt lágt verð um árabil. Allir virðast tapa á álinu, ekki bara þeir, sem selja orku á tombóluverði. Sigmundur Davíð hefur fattað, að engir munu kaupa orku á frambærilegu verði. Ekki til Helguvíkur, ekki til Bakka. Ekki frá Hellisheiði og ekki frá Þeistareykjum. Áfall fyrir hina froðufellandi jarðvöðla og álfíkla á borð við Sigurð Inga Jóhannsson. En gleðitíðindi fyrir flesta aðra landsmenn, sem vilja rifa stóriðjuseglin.