Engir Panama-prinsar

Punktar

Reyndir pólitíkusar taka varla í mál að reyna að vinna með Sigmundi Davíð. Hann er einfaldlega ekki stjórntækur. Of margir vita það. Gerir þrautina þyngri fyrir Bjarna Ben. Valið er er svo lítið hægra megin við miðju. Og enginn til vinstri treystir sér til slíks samstarfs. Reynslan sýnir, að það jafngildir pólitísku sjálfsvígi. Katrín verður því næsti forsætis, líklega í samstarfi Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og eins flokks í viðbót, trúlega Framsóknar. Slík stjórn verður hátíð í samanburði við fráfarandi stjórn, þótt ekki verði hraðað nýrri stjórnarskrá eða uppstokkun atvinnuvega. En þar verða engir Panama-prinsar.