Tvennt þarf að gerast til að liðka fyrir fjárhagslegum samskiptum okkar við umheiminn. Meirihluti Flokksins þarf að fylgja formanni sínum. Og meirihluti Já-sinna þarf að mæta á kjörstað. Fyrra skilyrðinu er varla fullnægt. Bjarni hefur nauman sigur á Davíð og náhirðinni. Síðara skilyrðið kemur ekki í ljós fyrr en á kjördegi. Ég hef miklar áhyggjur af, að of margir Já-sinnar muni ekki nenna að rífa sig upp á kjördegi. Tilfinningahiti þeirra er lágur, en Nei-sinna er hár. Þrátt fyrir gott gengi Já í könnunum óttast ég, að ofsi, klisjur, ábyrgðarleysi, lagatæknihyggja og þjóðremba Nei-sinna hafi sigur.