Enn hafa íslenzkir fjölmiðlar ekki sagt okkur, hvað gerðist í makrílviðræðum síðustu viku. Við vitum, að sjávarútvegsráðherra Íslands segir eitt og að sjávarútvegsráðherra Noregs segir þveröfugt. Hverju eigum við að trúa? Af hverju hunzkist þið ekki til að upplýsa neitt? Í öðrum vestrænum ríkjum væru fjölmiðlar búnir að segja, hvorir voru að ná saman og hvor hratt um borðum í fundarlok. Ekki á Íslandi eða í Noregi, þetta eru bananaríki. Fjölmiðlarnir höfðu hvorki mann á fundarstað né í aðalstöðvum Evrópu. Til að segja okkur fréttir af staðreyndum í stað lyga úr krönum. Fjölmiðlar verða sjálfdauðir.