Enn ein fölsunin

Punktar

“Lífrænar varnir við ræktun” er gervistimpill, sem landbúnaðarkerfið setur nú á venjulegt grænmeti. Áður kallaðist slíkt grænmeti “vistvænt”, því að það fullnægir ekki alþjóðlegum stöðlum um “lífrænt” grænmeti. Slíkt grænmeti þarf að vera vottað af óháðum aðila og fullnægja margvíslegum skilyrðum. Hefðbundið grænmeti íslenzkt getur ekki fengið slíka vottun og er því selt sem vistvænt, sem þýðir nánast ekki neitt. Til að öðlast samt einhvern ljóma af viðurkenndri vottun er það núna stimplað: “Lífrænar varnir við ræktun”. Auðvitað innihaldslaus fölsun, en landbúnaðarkerfið lætur ekki að sér hæða.