Fjöldamorðin í Súdan eru vaxandi ágreiningsefni Evrópu og Bandaríkjanna. Evrópa vill draga nokkra súdanska ráðamenn fyrir nýja Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag, sem Bandaríkin eru mjög andvíg. Á sama tíma skammar Bandaríkjastjórn Sameinuðu þjóðanna fyrir linkind í garð ráðamanna Súdan og fyrir að hafa ekki stimplað fjöldamorðin sem þjóðarmorð. Þessi deila varpar skugga á ferð Condoleezza Rice utanríkisráðherra USA til Evrópu og tilraunir Tony Blair forsætisráðherra UK til að miðla almennt málum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Judy Dempsey skrifar um þetta í International Herald Tribune.