Enn ein marklaus könnun

Punktar

Ekki er að marka nýja könnun Gallup á fylgi flokkanna frekar en hinar fyrri. Í fréttum af henni er látið undir höfuð leggjast að upplýsa, hversu margir neita að svara eða láta ekki ná í sig. Þeir hafa þó áreiðanlega aðra skoðun að meðaltali heldur en hinir, sem svara efnislega. Því er vantalinn fjöldi þeirra, sem ekki hyggst kjósa fjórflokkinn. Það eru fleiri en 15%, líklega 30-35%. Þar af leiðandi eru fylgistölur fjórflokksins of háar. Sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, því að Gallup leitar sérstaklega að fylgi við hann með ítrekuðum spurningum. Fylgi bófaflokksins er alls ekki 36%, heldur um 25%.