Enn er svikið loforð

Punktar

Ríkisstjórnin hefur svikið enn eitt kosningaloforð stjórnarflokkanna. Engin vinna er í gangi í ráðuneytum við áður boðað lyklafrumvarp. Það átti að gera yfirskuldsettum eigendum kleift að afhenta kúgurum sínum lyklana að húsum sínum og ganga út skuldlausir. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu því. „Ekkert frumvarp er í smíðum í innanríkisráðuneytinu sem snýr að lyklamálum“, segir Ólöf Nordal, nýkominn ráðherra. Í stað þess að efna loforð sín reynir ríkisstjórnin að rústa innviðum samfélagsins, einkum Landspítalans. Og efna til ófriðar hjá þjóðinni. Spurning er, hvort eitthvað er enn lifandi af löngum loforðalista svikaranna.