Ekki er ástæða að örvænta, þótt héraðsdómarar telji umboðssvikara engilhreina, þar sem þeir hafi ekki sjálfir grætt. Hæstiréttur hefur oft snúið við dómum úr héraði í fyrstu málum Sérstaks saksóknara. Sér kannski umboðssvik, þótt þriðji aðili græði á umboðssvikum. Niðurstaða Hæstaréttar hefur verið sakfelling í langflestum dómsmálum Sérstaks. Vel er hugsanlegt, að Sigurjón Árnason hljóti makleg málagjöld. Hæstiréttur er undir smásjá fjölþjóðlegra dómstóla, sem efast um legalisma hans og hafa snúið dómum hans við. Hæstiréttur getur ekki lengur hagað sér eins og útey í vestrænni dómvenju og virt alþjóðasamninga að vettugi.