Enn eru fornminjar notaðar

Hestar

Fór Gullveginn í gær, fína reiðleið. Liggur frá Hellulandi við Mývatn til Arndísarstaða í Bárðardal. Vegurinn hét áður Akureyrarvegur, en heitir nú Arndísarstaðavegur á kortum. Liggur um nokkur eyðibýli að baki Reykjadals, Víðasel, Laugasel og Stafnsholt. Var notaður fram að bílaöld og brúnni við Fosshól. Mikill og breiður reiðvegur, sums staðar upphækkaður, einkum í mýrum, jafnvel með steinhleðslum í ræsum. Að mestu leyti þurr, skorningar fáir og mýrar stuttar og þéttar. Í blautu er betra að ösla mýrarkaflana en fara veginn. Þetta eru lifandi fornminjar, sem félag hestamanna heldur við.