Enn eru menn trylltir

Punktar

Til skamms tíma voru menn trylltir og töldu sig geta allt. Þá var ákveðið að reisa höll við höfnina í Reykjavík og bora göng víðs vegar um fjöll. Nú er komið hrun. Samt er allt enn á fullu í ofurdýru framkvæmdarugli. Göngin undir Vaðlaheiði eru eitt skýrasta dæmið. Kristján Möller samgönguráðherra ætlar að taka göngin fram yfir dauðans alvöru, tvöföldun Suðurlandsvegar. Kristján Möller er dæmigerður dreifbýlispotari. Samfylkingin er algerlega ábyrg fyrir honum. Hún hefur búið til ráðherra úr vargi, sem er ófær um að taka samfélagslegar ákvarðanir. Spillingin er á fullu í Samfylkingunni.