Enn í rugli á Álftanesi

Punktar

Í úttekt fjárhaldsmanna á hruni Álftaness er lagt til, að útsvar hækki um 5% í bili. Unz finnist sveitarfélag, sem fáist til að taka við líkinu. Garðabær hefur enn ekki fallizt á að hirða það. Sökudólgarnir eru auðvitað kjósendur á Álftanesi, sem kusu sér afleita hreppsnefnd og baneitraðan bæjarstjóra. Sigurður Magnússon skilur enn ekki neitt. Furðar sig á athugasemdum. Segir Álftnesinga eiga skilið fína sundlaug með landsins stærstu rennibraut. Og svo framvegis í tómu rugli að hætti útrásar. Enn kvartar hann um meðferðina á sér. Segir, að láta eigi sig vita, áður en pupullinn fær skýrslur um hann.