SDG laug í Kastljósinu í gærkvöldi, að Evrópusambandið vildi ekki hafa hlé á viðræðunum. Hann hefur engin gögn sér til stuðnings. Fullyrðir þetta bara út í loftið eins og allt annað, sem hann hefur sagt hingað til. Önnur lönd hafa sett viðræður við sambandið á ís um langan tíma og síðan tekið þær upp aftur. Við skulum hafa það á hreinu, að hlé á þessum viðræðum var í boði af hálfu Evrópusambandsins. Vilji Loddarinn halda öðru fram, verður hann að leggja fram gögn um það eða fá sambandið til þess. Það getur hann alls ekki. Þetta er bara þessi stjórnlausa lygi, sem hann gengur fyrir frá degi til dags.