Enn lýgur umhverfisráðherra, að hann sé að stækka friðlandið í Þjórsárverum með því að minnka það. Sigurður Ingi Jóhannsson er hinn dæmigerði jarðvöðull Framsóknar. Lét verða sitt fyrsta verk sem ráðherra að stöðva friðun veranna og nú myndar hann pláss fyrir virkjun í verunum. Eins klikkaður og Framsókn úr sveit getur verið. Ráðherra flokksins stælir stóra loddarann. Sá hefur verið í læri hjá blaðurfulltrúa. Þaðan kemur vissan um, að bezt sé að ljúga út í eitt og tala ítrekað þvert á staðreyndir mála. Kjósendur flokksins séu hvort sem er svo ofurheimskir, að þeir muni alls ekkert fram í næstu viku.