Enn lýgur Sigmundur

Punktar

Sigmundur Davíð heldur ótrauður áfram hjáreyndum sínum. Þótt viðtalið fræga við hann hafi alltaf verið til á YouTube og beri engin merki misræmis myndbands og hljóðbands. Samt segir hann einfaldlega eins og Donald Trump: „Þetta er falsað  viðtal“. Þegar engin merki eru um klippingar á viðtalinu, verður hann að gera betur og segja, hvernig það hafi verið falsað. Það er nefnilega komið í tízku á vesturlöndum að tékka á fullyrðingum pólitíkusa. Afleiðing af innkomu Trump í pólitíkina. Fólk trúir nefnilega ekki fullyrðingum. Stöð 2 lét Sigmund Davíð komast upp með þvættinginn. Hún er kannski ekki enn orðin vestrænn fjölmiðill.