Haag er mikil dómstólaborg. Þar er ekki bara nýi Alþjóða glæpadómstóllinn, heldur einnig gamli Alþjóðadómstóllinn, þar sem á sínum tíma var deilt um landhelgi. Bandaríkin hafa nú sagt skilið við þennan gamla dómstól, þar sem stjórnin vill, að bandarísk lög gildi um allan heim. Ástæðan fyrir fýlu hennar að þessu sinni er, að dómstóllinn hefur ákveðið að taka fyrir mannréttindabrot Bandaríkjanna á 51 Mexikóum, sem bíða aftöku í Bandaríkjunum. Brotin fólust í, að látið var undir höfuð leggjast að leyfa heimsókn konsúla fyrir Mexikó í fangelsin. Adam Liptak segir frá í New York Times.