Enn skal finna upp hjólið

Punktar

Stjórnstöð ferðamála er fjöður úr hatti Mussolini. Allir samtaka nú um eitthvað eldgamalt, hagsmunaðilar og ríkið, sem auðvitað borgar. Stjórnstöðin á að finna vandann, sem fannst fyrir löngu. Það vantar klósett og klósett og klósett. Það vantar stíga og stíga. Það vantar bílastæði. Þetta var öllum ljóst, löngu áður en nýja ríkisapparatið lítur dagsins ljós. Þeir skuli borga, sem hafa tekjur af klósettum og bílastæðum. Ríkið taki gistináttagjald til að fjármagna verndun þeirra staða, sem mesta ánauð þola. Punktur. Óþarfi er að flækja málin til að fá mynd af himinsælum ráðherrum. Sem fagna því að geta frestað einu máli enn.