Enn tuddast ráðherra

Punktar

Enn tuddast Sigurður Ingi einræðisherra eins og í upphafi ferilsins. Þá tuddaði hann forstjóra Fiskistofu norður, þótt allir aðrir starfsmenn Fiskistofu sætu eftir. Nú gerir hann tíu ára búvörusamning í leyni án aðkomu alþingis. Samningarnir eiga lögum samkvæmt að vera til eins árs og staðfestir af alþingi. Honum þykir ekki þorandi að dagsljós skíni á 130 milljarða. Bindur hendur komandi þingmeirihluta í tvö kjörtímabil til viðbótar. Sennilega er það stjórnarskrárbrot, sem verður afturkallað eftir næstu kosningar. Breytir því ekki, að einræðishneigð tuddans varðveitist á fullu í umboðsmanni vinnslu- og dreifingarstöðva landbúnaðarins.