Ensemble á toppnum

Punktar

Um daginn kom ég í Ensemble, sem nú hefur tekið við sem forustusauður Kaupmannahafnar í Michelin. Meistarinn er Mikkel Maarbjerg, sem áður var á Kommandanten. Matsalurinn er í nýtízku naumhyggjustíl og allt að því kuldalegur með opnu eldhúsi við Tordenskjoldgade 11. Þjónusta var auðvitað fyrsta flokks, en ekki ýkt. Enginn hefðbundinn matseðill með vali er á Ensemble, heldur er þar fastur seðill, sem allir fá og breytist á tveggja vikna fresti. Hann kostar nú 550 danskar krónur á mann. Saltfisk- og humarkæfa er oft einn forréttanna og dádýr er einn aðalréttanna. Meistaraklassi.