Fótbolti er betri á Spáni og Ítalíu og Þýzkalandi heldur en í Bretlandi. Samt er nærri öllu fótboltapúðri á Íslandi sóað í enska boltann. Menn flagga jafnvel fyrir enskum fótboltafélögum. Í sjónvarpinu eru langvinnar hringborðsumræður um brezkar kosningar, þótt þær séu ekkert meira spennandi en spánskar, ítalskar, þýzkar eða franskar. Við lifum enn í ensku andrúmslofti, þótt England sé orðið jaðarland, viðhengi við Bandaríkin. Erlendar fréttir hér á landi eru meira eða minna ættaðar frá Bretlandi, þótt þær gefi fremur einhliða birtu. Við höfum þó ferðast svo mikið á meginlandinu, að við vitum, að það stendur eyríkinu framar.