Er Barroso nýr Thatcher?

Punktar

Frönsk og þýzk stjórnvöld hafa áhyggjur af framkvæmdastjórn Jose Manuel Barroso á Evrópusambandinu. Þau óttast, að hann sé með stuðningi brezkra stjórnvalda að koma upp Thatcher-hagstefnu. Sérstakar áhyggjur hafa þau af stuðningi hans við Bolkenstein-tillögur um aukið þjónustufrelsi í Evrópu. Jacques Chirac og Gerhard Schröder óttast, að ódýr þjónusta frá Austur-Evrópu flæði yfir Frakkland og Þýzkaland og valdi launalækkun láglaunastarfa. Stéttarfélög í Vestur-Evrópu hafa svipaðar áhyggjur. Barroso er nú sagður farinn að draga í land. Sjá grein nokkurra höfunda um þetta í Guardian.