Þegar Ísland var að hrynja undan Geir H. Haarde, hafði hann mestar áhyggjur af ímynd Íslands í umheiminum. Hélt um hana fundi í útlöndum. Davíð Oddsson leit framhjá veruleikanum á sama tíma og fleygði öllum tiltækum gjaldeyri í bankabófa. Allt var þetta til að halda uppi ímynd Íslands sem alvöruríkis. Svo að útlendingar föttuðu ekki, að Ísland væri vogunarsjóður. Eins hugsar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hefur meiri áhyggjur af, að Jóhanna tali niður krónuna, en á veruleika sýndar-gjaldmiðilsins. Geir, Davíð og Sigmundur eru ekki einir um brenglaða sýn. Fjölmargir telja að lygi og fals efli traustið.