Er ekki einfaldara að reka þá?

Punktar

Umhverfisstofnun hefur fram til þessa starfað eins og Fjármálaeftirlitið. Þessar tvær stofnanir fullkomna pólitíkina, sem Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson gerðu að ríkistrú: Eftirlitsleysi eftirlitsstofnana. Við þekkjum, hvernig hrunið var mörg ár í smíðum, án þess að Fjármálaeftirlitið hreyfði litlafingur. Frá því segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nú höfum við frá Ríkisendurskoðun. að Umhverfisstofnun starfi á sama hátt. Hafi ekki eftirlit með neinu, sem hún á að fylgjast með. Lofar bara bót og betrun. Er ekki einfaldara að reka forstjórana og þá, sem áttu að stýra eftirlitinu?