Allar sjónvarpsstöðvarnar hafa fengið sinn æðstaprest í matargerð, auk Jamie Oliver og Nigellu. Glæsilegasta tímarit landsins fjallar um hlut gestgjafa, einkum í mat. Síðurnar svigna undan tuttugu þátta uppskriftum að veizlumat. Þegar við hittumst um jólin, hefst samræðan á samanburði á jólamatseðlum. Heilan mánuð fyrir jól létum við heillast af jólahlaðborðum, einkennistákni ofneyzlu. Allt er þetta mikil framför frá sulti og seyru fyrri kynslóða. Og jafnvel Satan sjálfur kemst í spilið í kæstri skötu á Þorláksmessu. Borðhald er orðið þungamiðja jólanna. Þá er spurningin, hvort guð sé í maganum á þér.