Hef áður sagt, að Páll Vilhjálmsson er einn skemmtilegasti bloggari okkar. Sér oft vinkla, sem enginn annar gefur gaum. Í dag spyr hann um héraðsdóminn í Chesterfield-máli Kaupþings: „Kannski eru héraðsdómararnir þeirrar skoðunar, að guð almáttugur hafi verið að verki?“ Vísar til Adolf Eichmann, sem vildi náðun, sagðist bara hafa fylgt fyrirskipunum. Héraðsdómur virðist taka rök Eichmann góð og gild. Ekki hafi komið í ljós, hver gaf ordruna og því sé ekki hægt að sakfella neinn í goggunarröðinni. Dómurinn í máli Eichmann var öfugur við hinn íslenzka héraðsdóm. Skondinni útkomu verður án efa áfrýjað, Guði til verndar.