Er Guggan ennþá gul?

Punktar

Forstjóri Samherja er frægur fyrir að segja, að Guggan verði áfram gul. Líklega hefur enginn Íslendingur logið eins gróft og Þorsteinn Már Baldvinsson. Segir í fimmdálki í Fréttablaðinu í dag, að launakostnaður sé hæstur hér á landi. Það er bara svona, Guggan er ennþá gul! Ekki veit ég, við hvern gaurinn er að tala, ekki við almenning. Líklega á hann þarna í einkasamtali við stjórnarformann Granda, sem óvart hefur dottið í fjölmiðil. Vandi Íslendinga er, að ofurgnægð auðlinda í sjávarútvegi, vatnsorku, jarðhita og mannauði lendir ekki í vasa almennings. Auðlindarentan lendir öll í klóm Þorsteins og siðblindu bófanna.