Velmegun er orðin svo almenn og svo mikil er orðin vissan um endalausa hækkun hlutabréfa, að ástandið á Vesturlöndum er farið að minna á gullöldina, sem ríkti í heila öld í Evrópu fram að fyrri heimsstyrjöldinni, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að umtalsverður ágreiningur væri um landamæri í Evrópu. Svo var Ferdinand erkihertogi skotinn og allt fór á hvolf. Samt var hann ekki einu sinni kóngur. Langt tímabil friðar og velsældar fær fólk til að trúa, að friður og velsæld verði til enda veraldarinnar, þótt sjá megi ýmsar blikur á lofti, sem menn neita að taka mark á.