Er krabbamein hegðun?

Punktar

Nú má fólk fara að vara sig, ef það er með hegðunarvandamál á borð við rangar neyzluvenjur. Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor segir í ágætu viðtali í Morgunblaðinu í dag, að sjúkdómshugtakið hafi verið þanið svo út, að náð sé mörkum þanþols á greiðslugetu heilbrigðiskerfisins. Jóhann kallar þetta sjúkdómavæðingu, sem meðal annars felst í að félagsleg vandamál og hegðunarmynztur eru skilgreind sem sjúkdómar. Viðtalið vekur þó fleiri spurningar en það svarar. Hvað verður til dæmis gert við fólk með krabbamein og hjartamein af ýmsu tagi, þegar menn átta sig betur á, að hegðun á borð við neyzluvenjur er umtalsveður áhættuþáttur slíkra sjúkdóma? Verður þetta fólk látið bera kostnaðarábyrgð á eigin heilsu, þegar búið er að þrengja sjúkdómshugtakið að hætti Jóhanns?