Er sama um þá óheppnu

Punktar

Tveimur slagorðum tók ég bezt eftir í kosningabaráttunni. Píratar voru lengi búnir að vera með ENDURRÆSINGU á oddinum. Vildu vekja fólk úr doða stuðnings við öflin illu, sem höfðu eignað sér samfélagið og beitt því sér til gróðasöfnunar á aflandseyjum. Þessi skoðun virtist eiga mikið fylgi fyrri hluta ársins, en fékk þó bara 15% upp úr kjörkössunum. Sumir kenna því um, að ungt fólk nenni ekki á kjörstað. Sjálfstæðisflokkur tefldi fram öðru, gagnstæðu slagorði, STÖÐUGLEIKA. Því var stefnt að þeim mikla fjölda, sem hafði það nokkuð gott og vildi enga endurræsingu. Í kosningunum og viðræðum um stjórnarmyndun kom í ljós, að mikill meirihluti kjósenda valdi STÖÐUGLEIKA umfram ENDURRÆSINGU. Er sama um þá óheppnu.