Menn eiga að borga skuldir sínar. Einkum ef þeir hafa ráð á því. Engu máli skiptir, hvort viðkomandi er í yfirstétt, sem þarf ekki að leggja fram veð og getur lagt skuldina í verðlaust einkahlutafélag. Allir eiga að borga sínar skuldir og skuldir sinna einkahlutafélaga burtséð frá formsatriðum. Bjarni Ármannsson hefur vissulega efni á því. Hann hafði sjö milljarða króna af banka, sem fór í kjölfarið á hausinn og lenti á herðum skattgreiðenda. Hann skuldar enn tæpan milljarð í bankanum. Hann á að borga þennan milljarð. Siðleysi Bjarna sést af, að hann segir siðleysi sitt vera ábyrgt viðhorf.