Uppgjörið við bófana er að hrynja, af því að dómarar sparka lögum á þeirri forsendu, að þau séu óljós. Engin gögn hafa komið fram um, að svo sé. Samt er dylgjað um, að lögin hafi verið gerð óljósari í meðförum Alþingis. Hvað gerir Alþingi í því? Ef svo er, hverjir ráðlögðu þá breytinguna og hvers vegna var tekið mark á þeim? Alþingi virðist mjög svifaseint í þessum vanda sem og Ögmundur innanríkisráðherra. Málið kallar þó á neyðarfundi þessara aðila til að meta stöðuna og orða úrbætur. Engar vonir eru um, að dómstólar geri hreint fyrir sínum dyrum, þeir eru læstir inni í langsóttum orðaleppum.