Erdoğan ögrar Evrópu

Punktar

Recep Tayyip Erdoğan, einræðisherra Tyrklands, reynir að æsa landflótta múslima í Evrópu. Notar komandi kosningar um aukið einræði í Tyrklandi til að senda ráðherra sína á útifundi múslima í Evrópu. Þeir hafa kosningarétt í Tyrklandi. Þessu hefur verið fálega tekið. Þýzk lönd hafa mörg hver bannað þessa fundi, svo og Austurríki og Sviss. Holland hefur meira að segja flutt tyrkneskan ráðherra burt með lögregluvaldi. Erdoğan sakar þessi ríki um nazisma. Ástæða bannsins er ótti hollenzkra stjórnvalda við uppþot, sem muni auka fylgi flokks Geert Wilders múslimahatara. Slagorð hans er núna: Múslimar, farið heim til Erdoğans ykkar.