Heimsviðskiptastofnunin hefur sýnt eðli sitt með því að úrskurða, að Evrópa megi ekki hamla gegn erfðabreyttum matvælum með því að láta merkja þau sérstaklega á umbúðum. Það er ekki talið í þágu hnattvæðingar, að fólk fái í Evrópu að sjá, hvað það er að kaupa. Auðvitað munu Evrópumenn ekki taka neitt mark á hinum ógeðfellda úrskurði og halda áfram að neita sér um þau matvæli, sem íslenzk stjórnvöld reyna að troða upp á Íslendinga. Sama er að segja um þriðja heiminn. Frankenstein-fæða verður ekki talinn nothæfur matur næstu áratugina.