Erfðabreytt á erfitt

Punktar

Á Norðurlöndum eykst fylgi við frelsi frá erfðabreyttum matvælum. Í samræmi við almannavilja um alla Vestur-Evrópu. Helzta krafan er, að erfðabreytt matvæli séu merkt, svo að þeir, sem það vilja, geti forðast þau. Oft hefur verið kvartað um skort á slíkum merkingum hér á landi. Stór landsvæði í Evrópu hafa verið lýst laus við erfðabreytt fóður og erfðabreyttan mat. Norrænir matvælaframleiðendur sjá fram á, að verða frystir út af markaði. Þar sem þeir taka ekki afstöðu í þessu deilumáli. Um síðir verður bönnuð sala erlendis á íslenzkum mat, því að hér ríkja fyrirtæki erfðabreytinga.