Erfðabreytt búvara

Punktar

Jónína Bjartmarz vill sérmerkja erfðabreytt matvæli hér á landi eins og gert er í Evrópu. Nú er Ísland eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu, sem ekki leyfir neytendum að velja milli hefðbundins og erfðabreytts matar. Ekki á að vera flókið fyrir umhverfisráðherrann að setja um þetta reglugerð. Hún getur látið þýða hana frá Evrópusambandinu eins og aðrar reglugerðir landsins. Henni liggur á, af því að íslenzkur bústofn lifir á erfðabreyttu korni. Það mun gera íslenzkar landbúnaðarafurðir óseljanlegar í útlöndum, þegar upp kemst. Sem verður fljótlega, ef Jónína verður sein.