NÍTJÁN Evrópulönd hafa bannað erfðabreytta ræktun auk þess sem slík ræktun er víða bönnuð í landshlutum. Til dæmis er hún bönnuð í franska hluta Belgíu. Um leið er Evrópusambandið að herða andstöðuna gegn þrýstingi Bandaríkjanna í þágu erfðabreyttrar vöru. Hefur keðjuverkandi áhrif á þriðja heiminn, því evrópski markaðurinn er heimsins stærsti innflytjandi búvöru. Allt er þetta að frumkvæði almennings. Hann reis upp gegn ofurvaldi ríkja og ríkjasambanda, sem ævinlega þjóna auðgreifum umfram almenna borgara. Sams konar alda rís núna í Evrópu gegn TISA og öðrum samningum um ofurvald auðhringa andspænis áður fullvalda ríkjum.