Erfðabreyttur matur merktur

Punktar

“Tryggja að erfðabreytt matvæli séu merkt þannig að neytendum sé ljóst innihald matvæla við innkaup.” Þannig hljóðar málsgrein í sáttmála nýju ríkisstjórnarinnar. Hún stefnir að sama rétti Íslendinga og annarra þjóða Evrópu. Að við fáum að vita, hvað við erum að kaupa og hvað við erum að borða. Árum saman hafa hagsmunaaðilar í erfðabreyttum matvælum barizt gegn því, að almenningur öðlist þennan rétt. Hér er ekki verið að banna eitt né neitt. Aðeins verið að tryggja, að fólk viti, hvað það er að láta ofan í sig. Ég hef lengi mælt með, að erfðabreytt matvæli verði merkt sem slík.