Erfið er orðin fæðing aðgerða í þágu sérvalinna flokka heimila. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa ekkert fengið að vita enn. Í Sjálfstæðisflokknum er andstaða gegn öllum tillögum, sem fela í sér áhættu eða ábyrgð ríkissjóðs. Vonandi nægir það til að hafa hemil á mestu órum Sigmundar Davíðs forsætis. Hann þykist núna forvitur ofan á annað rugl hans. Segir stjórnarandstöðuna munu ljúga í næstu viku. Þungur er ábyrgðarhluti fjórðungs kjósenda að hafa innleitt þennan rugludall í valdamusterið. Nóg er hafa bófaflokka við völd, þótt ekki sé þar á ofan farið að efna innistæðulaus kosningaloforð skrumara.