Samkvæmt Sigurbirni Bárðarsyni hestakappa er offramboð hesta og niðurskurður því fyrirsjáanlegur. Samt gekk mér illa í vor að finna tvo mjúka og viljuga ferðahesta. Þeir voru bara ekki til, bara hágengir og hastir klárhestar með manndrápsbrokki, sem menn kalla svifmikið. Ég spyr því, hvort hrossaræktin hafi eitthvað feilað í ofuráherzlu á fótaburð og svif. Hvort markaðurinn sé að sumu leyti annar en ræktunin telur hann vera. Viðurkenni, að freistandi er að hafna ræktun gæðinga á 750.000 krónur stykkið, sé hægt að selja Svíum hreindýrabrokkara á 1.500.000 krónur stykkið. En hvað, þegar salan bregzt?